Tblísí Mótmælandi sést hér veifa fána Georgíu við þinghús landsins eftir að löggjöfin umdeilda var samþykkt.
Tblísí Mótmælandi sést hér veifa fána Georgíu við þinghús landsins eftir að löggjöfin umdeilda var samþykkt. — AFP/Giorgi Arjevanidze

Efnt var til fjöldamótmæla á götum Tblísí höfuðborgar Georgíu í gær, eftir að þingið samþykkti lög, þar sem félagasamtök sem þiggja erlent fjármagn eru skikkuð til þess að skrá sig sem „undir erlendum áhrifum“.

Löggjöfin hefur verið gagnrýnd bæði innan og utan Georgíu, en hún er að rússneskri fyrirmynd og hefur verið nýtt þar til þess að kveða niður andstöðu við ríkjandi stjórnvöld.

Fyrr um daginn kom til nokkurra átaka á milli mótmælenda og óeirðalögreglumanna fyrir utan þinghúsið, en mótmæli hafa staðið þar undanfarnar vikur. Þá sló einnig í brýnu í þingsal, þar sem þingmenn stjórnarandstöðu lentu í handalögmálum við þingmenn Georgíska draumsins, sem leiðir ríkisstjórn landsins.

Áætlað var að um 2.000 manns hefðu mótmælt löggjöfinni um daginn áður en gengið var

...