Landsfundur Landssambands eldri borgara (LEB) var haldinn í gær á Hótel Reykjavík Natura. Helstu stefnumál samtakanna eru að bæta kjör þeirra sem minnst hafa á milli handanna en 15.000 eldri borgarar eru undir fátæktarmörkum
Eldri borgarar Hafa ekki verkfallsrétt en munu nýta atkvæðisréttinn.
Eldri borgarar Hafa ekki verkfallsrétt en munu nýta atkvæðisréttinn. — Morgunblaðið/Eggert

Óskar Bergsson

oskar@mbl.is

Landsfundur Landssambands eldri borgara (LEB) var haldinn í gær á Hótel Reykjavík Natura. Helstu stefnumál samtakanna eru að bæta kjör þeirra sem minnst hafa á milli handanna en 15.000 eldri borgarar eru undir fátæktarmörkum. Samtökin berjast líka fyrir því að hækka frítekjumark úr 25 þúsund krónum í 100 þúsund.

Ráðherrar veita ekki viðtal

Helgi Pétursson formaður LEB segir í samtali við Morgunblaðið viðræður við stjórnvöld ekki ganga vel.

„Við höfum óskað eftir viðtölum við formenn stjórnarflokkanna, það er Bjarna Benediktsson, Sigurð Inga Jóhannsson og Guðmund Inga Guðbrandsson, en viðtalsbeiðnum okkar er ekki svarað. Það er nú svo að ráðherrar stjórnmálaflokka sem hafa nánast

...