Netöryggissveitin CERT-IS hafði í nógu að snúast allt síðastliðið ár vegna netógna, netsvindls og árása. Netöryggisatvikum fjölgaði mikið á árinu og voru netsvikin umfangsmest. Þeim fjölgaði milli ára úr 422 atvikum á árinu 2022 í 704 í fyrra

Sviðsljós

Ómar Friðriksson

omfr@mbl.is

Netöryggissveitin CERT-IS hafði í nógu að snúast allt síðastliðið ár vegna netógna, netsvindls og árása. Netöryggisatvikum fjölgaði mikið á árinu og voru netsvikin umfangsmest. Þeim fjölgaði milli ára úr 422 atvikum á árinu 2022 í 704 í fyrra. Um er að ræða svonefndar netveiðar þar sem reynt er að komast yfir viðkvæmar upplýsingar á borð við kortanúmer eða lykilorð.

Í nýútkominni ársskýrslu CERT-IS segir að fjöldi svindltilvika á seinasta ári skeri sig úr og voru þau fleiri en heildarfjöldi allra tilkynntra atvika árið á undan. „Hröð þróun hefur orðið á svindli og verður það vandaðra með hverju árinu sem líður. Aldrei áður hefur sést jafn mikið af vel gerðu svindli

...