Eftir Ólaf Bjarna Andrésson: „Fyrir vikið mætti ætla að sá sem þannig hugsar geti skilið að aðrir kunni að bera svipaðar tilfinningar í garð þeirra sem að þeim standa og að ef orðstír þeirra er meiddur að ósekju þá kalli það á viðbrögð og leiðréttingu.“
Alþýðublaðið 2. mars 1971 Undir liðnum „Alþýðublaðið segir“: „Við getum ekki dansað kringum fuglshaminn en látið þetta fólk lönd og leið. Krækjum okkur í blessaðan geirguflinn. En sendum FYRST eftir fólkinu.“
Alþýðublaðið 2. mars 1971 Undir liðnum „Alþýðublaðið segir“: „Við getum ekki dansað kringum fuglshaminn en látið þetta fólk lönd og leið. Krækjum okkur í blessaðan geirguflinn. En sendum FYRST eftir fólkinu.“

Tilefni fyrirsagnarinnar er bók Andra Snæs Magnasonar, Um tímann og vatnið.

Þótt sjálfur beri ég ekki nafnið Ketill samsama ég mig því ágætlega enda var sá Ketill Ketilsson sem Andri Snær vísar til í bók sinni langafi minn og það sem meira er, að varla get ég annað en tekið það til mín þegar mér er sagt að skömm hafi löngum hvílt á afkomendum þessa manns. Hann hafi drepið síðasta geirfuglinn og væri ráð fyrir andvaralausan samtímann að horfa til hans sem vítis til varnaðar; varla vilji menn feta í fótspor Ketils Ketilssonar, varla vilji menn verða Ketill!

Sögunni skal skilað af sanngirni

Áður en ég gef Andra Snæ sjálfum orðið, þannig að ég leggi honum ekki orð í munn, langar mig til að skýra ögn hvers vegna okkur afkomendum Ketils Ketilssonar líkar þessi málflutningur illa, þykir hann ósanngjarn og beinlínis villandi sögufölsun.

Þá er þess að geta að þessi afi móður minnar

...