Veronika S. Magnúsdóttir

veronika@mbl.is

Guðni Th. Jóhannesson hlaut 89,4% greiddra atkvæða í forsetakosningum sem fram fóru á laugardag, gegn Guðmundi Franklín Jónssyni sem hlaut 7,5% atkvæða. Þá skiluðu tæplega 2,4% auðu og voru 0,6% atkvæða úrskurðuð ógild.

Að frátöldum auðum og ógildum kjörseðlum hlaut Guðni 92,2% atkvæða gegn Guðmundi Franklín, sem hlaut 7,8% atkvæða.

Sitjandi ávallt náð endurkjöri

Sitjandi forseti hefur þrisvar áður fengið mótframboð og ávallt haft betur; Vigdís Finnbogadóttir eitt sinn árið 1980 og Ólafur Ragnar Grímsson tvívegis, árin 2004 og 2012.

„Þetta er yfirburðasigur, nú í fjórða skipti þegar kosningar eru um sitjandi forseta. Vigdís er enn á toppnum með tæp 95% árið 1988 og Ólafur var næstur með 85% árið 2004, en það ár skilaði tæplega 21% þjóðarinnar auðum kjörseðli. Ólafur var ekki...