Steinþór Guðbjartsson

steinthor@mbl.is

Fyrir um fimm árum var tekin ákvörðun um að Íslensk-dönsk orðabók Sigfúsar Blöndals yrði gerð aðgengileg á vefnum. Viðamikilli vinnu til að gera það mögulegt er lokið og er rafræna útgáfan nú öllum opin (https://blondal.arnastofnun.is/). „Þetta er langstærsta verkefni sinnar tegundar sem ég hef tekið þátt í og sjálfsagt er vandfundið fólk sem hefur tekið þátt í stærra verkefni af þessu tagi,“ segir Steinþór Steingrímsson, verkefnisstjóri í upplýsingatækni hjá Árnastofnun, en hann sá um tæknilega vinnu við ljóslestur og gagnavinnslu.

Sigfús vann að orðabókinni ásamt Björgu Þorláksdóttur Blöndal, eiginkonu sinni, í mörg ár auk þess sem margir aðrir lögðu hönd á plóg. Bókin kom út á árunum 1920−1924 og er sennilega stærsta íslenska orðabókin, yfir 1.000 blaðsíður í stóru broti í tveimur bindum. 1952 kom út ljósprentuð útgáfa og viðbætir við bókina kom út 1963....