Eftir Bjørn Lomborg: „Fátækustu fjórir milljarðar mannkyns hafa engan aðgang að burðugum orkulindum“
Bjørn Lomborg
Bjørn Lomborg

Fátt hefur dregið hræsnislega umræðu auðugri þjóða heimsins um jarðefnaeldsneyti gerlegar fram í dagsljósið en orkukreppan í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Bandaríkin og Evrópa grátbiðja arabaþjóðirnar um að herða á olíuframleiðslu sinni samtímis því sem G7-iðnríkin hvetja fátækari ríki til notkunar endurnýjanlegra orkugjafa í því augnamiði að gæta að loftslagsmálum.

Þjóðverjar endurræsa kolaorkuver sín á meðan Spánverjar og Ítalir tala fyrir aukinni gasframleiðslu í Afríku. Þá er fjöldi Evrópuríkja, sem beðið hafa Botsvana að auka afköstin í kolanámum þarlendum, slíkur, að reikna má með þreföldun í umfangi kolaútflutnings þaðan.

Einn einasti þegn meðal auðþjóða notar meira jarðefnaeldsneyti en samsvarar þeirri orku sem 23 Afríkubúum stendur til boða. Auður þessara þjóða spratt af umfangsmikilli vinnslu jarðefnaeldsneytis sem um þessar mundir sér þeim fyrir rúmlega þremur fjórðungum þeirrar orku sem þær nota. Innan við þrjú

...