Viðtal

Stefán Gunnar Sveinsson

sgs@mbl.is

„Jaðarsvæði [eins og Ísland og Rúmenía] eru oft mjög svipuð,“ segir sagnfræðingurinn Radu Albu-Comanescu, en hann er lektor í Evrópufræðum við Babes-Bolyai-háskólann í Rúmeníu. Hann flutti erindi um samskipti Rúmena og Úkraínumanna í Safnahúsinu í gær á sérstakri ráðstefnu á vegum rannsóknasetursins EDDU við Háskóla Íslands, en ráðstefnan fjallaði um stríðsfrásagnir með áherslu á Úkraínustríðið, alþjóðlegar krísur og baráttu um þjóðarminni, út frá sjónarhóli bæði rúmenskra og íslenskra fræðimanna.

Þetta er í annað sinn sem Albu-Comanescu sækir landið heim, og segist hann sjá mikil líkindi á milli Íslands og Rúmeníu. „Við fórum fyrir þremur árum á safn um þjóðsögur, og þar sá ég að hefðbundnar skreytingar á gömlum íslenskum heimilum eru mjög svipaðar slíkum skreytingum í Rúmeníu enda eru sterkari menningartengsl á milli þjóðanna en okkur grunar.“

...