Lúxus í loftvarnaturni styrjaldar

Gríðaröflug FlaK40-byssan sést hér á toppi loftvarnaturns á tímum stríðsins.
Gríðaröflug FlaK40-byssan sést hér á toppi loftvarnaturns á tímum stríðsins. Ljósmynd/Wikipedia Bundesarchiv

Konunglegi breski flugherinn gerði sínar fyrstu loftárásir á Berlín aðfaranótt 25. ágúst 1940. Voru þá 95 sprengjuflugvélar sendar til að valda sem mestum skemmdum á Tempelhof-flugvelli nærri miðborginni. Í kjölfar árásanna gaf Adolf Hitler ríkiskanslari út þá skipun að reistir yrðu gríðarmiklir loftvarnaturnar í Berlín, Hamborg og Vín í Austurríki. Einn þessara turna fær brátt nýtt hlutverk þegar lúxushótel opnar í loftvarnaturni í þýsku borginni Hamborg árið 2021.

Alls voru átta loftvarnaturnar reistir af Þriðja ríkinu í síðari heimsstyrjöld, þ.e. þrír í Berlín, tveir í Hamborg og þrír í Vín. Turnar þessir skiptast í svonefnda G-turna, eða Gefechtsturm, og L-turna, eða Leitturm. Samvinna milli þessara eininga var nauðsynleg til að tryggja öflugar loftvarnir í borgunum. 

Frá toppi G-turns í Berlín, nærri dýragarðinum. Í fjarska má …
Frá toppi G-turns í Berlín, nærri dýragarðinum. Í fjarska má sjá L-turn. Ljósmynd/Wikipedia Bundesarchiv

Á toppi G-turna mátti finna fjórar öflugar byssur af gerðinni 12,8 cm FlaK40 og voru þær...