Laugarásskjálftinn mikli

Hollywood-stjörnurnar Glenn Ford, Henry Fonda og Robert Mitchum voru í …
Hollywood-stjörnurnar Glenn Ford, Henry Fonda og Robert Mitchum voru í lykilhlutverkum í fyrri myndinni 1976.

42 árum eftir að Orrustan um Midway var fyrst sýnd í Laugarásbíói er komin ný mynd um sama efni og sem fyrr leikur húsið á reiðiskjálfi. Þá sem nú nýtur myndin mikillar lýðhylli og fólk streymir á hana en viðbrögð gagnrýnanda eru heldur hófstilltari.

Sprengjur sprungu, flugvélar hröpuðu, menn stráféllu og kvikmyndahúsið skalf og nötraði fyrir atbeina glænýrrar hljóðtækni. Bandaríska bíómyndin Midway, eða Orrustan um Midway, eins og hún kallaðist hér um slóðir, eftir Jack Smight var í raun og sann mikið sjónarspil á sinni tíð og var ekkert til sparað við gerð hennar. Enda streymdu bíóþyrstir Íslendingar í Laugarásbíó sem hýsti herlegheitin vorið 1977. „Þetta er bíó,“ sögðu menn. „Alvörubíó.“

Kvikmyndagerð var í deiglunni á þessum tíma enda aukinn sláttur á sjónvarpinu og samkeppnin um áhorfendur að harðna. Það kom skýrt fram í vangaveltum í Kvikmyndadálki Vísis í ársbyrjun 1977. „Í Bandaríkjunum sem og reyndar víðar óttast...