737 MAX verða í flotanum næstu árin

Bogi Nils hefur ásamt samstarfsfólki hjá Icelandair brugðist við fordæmalausri …
Bogi Nils hefur ásamt samstarfsfólki hjá Icelandair brugðist við fordæmalausri stöðu á alþjóðlegum flugvélamarkaði. mbl.is/Kristinn Magnússon

Enn verður dráttur á því að Icelandair Group geti tekið að nýju í notkun þær sex Boeing 737 MAX-vélar sem félagið hefur fengið afhentar, auk þess eru þrjár vélar komnar af framleiðslulínunni í Seattle sem ekki hafa enn verið afhentar. Vélarnar voru hluti risasamnings sem fyrirtækið gekk frá við flugvélaframleiðandann árið 2013 um kaup á 16 vélum af þeirri tegund. Áætlanir félagsins gerðu reyndar ráð fyrir að árið 2025 yrðu þær orðnar 26 talsins.

Bréf félagsins tóku dýfu

Félagið gaf út í gær að það gerði ekki ráð fyrir að kyrrsetningu vélanna, sem kom til í kjölfar tveggja mannskæðra flugslysa þar sem vélar af þessari gerð áttu í hlut, yrði aflétt fyrr en í maí næstkomandi en síðustu yfirlýsingar félagsins miðuðu við að það myndi gerast í marsmánuði. Eftir að tilkynningin barst markaðnum tóku bréf félagsins allnokkra dýfu enda ljóst að lengri kyrrsetning mun reyna á félagið. Lækkun í lok dags reyndist 3,4%.

Bogi Nils Bogason, forstjóri...