Salan nemur hundruðum milljóna

Trendport opnaði í maí 2019 og er við Nýbýlaveg í …
Trendport opnaði í maí 2019 og er við Nýbýlaveg í Kópavogi. Kristinn Magnússon

Mikil sprenging hefur orðið í sölu á notuðum fötum á Íslandi síðustu misseri og hefur aðilum fjölgað hratt sem bjóða fólki upp á aðstöðu til að selja notuð föt.

Þegar keyrt er suður Kringlumýrarbraut blasir við stórt skilti verslunarinnar Trendport á Nýbýlavegi. Þórunn Elfa Þorgeirsdóttir, annar eigenda Trendports, segir í samtali við Morgunblaðið að verslunin hafi opnað 2. maí á síðasta ári. „Það er búið að ganga rosalega vel. Maður finnur að Íslendingar eru að taka við sér í endurnýtingu og flokkun og slíku,“ segir Þórunn.

Ný föt koma daglega á slárnar hjá Trendporti. Merkjavörurnar staldra …
Ný föt koma daglega á slárnar hjá Trendporti. Merkjavörurnar staldra stutt við. Kristinn Magnússon

Hún segist sjálf ekkert endilega hafa verið mesti „umhverfisverndarsinni í heimi“ þegar hún byrjaði, en hún hafi smitast af fólkinu sem verslar hjá henni. „Sumir viðskiptavinir ganga svo langt að versla aldrei ný föt. Og fæstir vilja fá poka undir fötin, en halda á frekar á mörgum kílóum af fatnaði í...