„Lenti í smá niðurskurði“

Ásgeir Guðmundsson er annálaður húmoristi og því sér sannarlega víða …
Ásgeir Guðmundsson er annálaður húmoristi og því sér sannarlega víða stað á heimili hans. Morgunblaðið / Ragnar Axelsson

Hægri fóturinn var tekinn af Ásgeiri Guðmundssyni, flugstjóra og veiðimanni, fyrir neðan hné í nóvember, vegna þrálátrar sýkingar og blóðeitrunar. Hann er kominn á ról á ný á gervifæti og horfir björtum augum fram á veginn – með létta lund og húmor að vopni. „Ég segi að ljón hafi étið af mér fótinn og ég síðan kæft það. Það hljómar betur en blóðeitrun,“ segir hann. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is

Ég lenti í smá niðurskurði en annars er ég bara góður, þakka þér fyrir,“ svarar Ásgeir Guðmundsson, þegar ég slæ á þráðinn til hans og ámálga viðtal. Sannarlega ein leið til að orða það en tilefni viðtalsins er einmitt téður „niðurskurður“; annar fóturinn var sumsé tekinn af Ásgeiri fyrir neðan hné vegna blóðeitrunar seint á síðasta ári en hann hafði lengi glímt við sýkingu í fætinum sem var afleiðing áverka sem hann hlaut í flugslysi sem hann lenti í sumarið 2009.

Ásgeir er kominn á ról eftir aðgerðina, sem framkvæmd var í...