Auðvelda ferlið við fasteignakaup og fleira

Auður Björk Guðmundsdóttir er framkvæmdastjóri Two Birds en fyrirtækið var …
Auður Björk Guðmundsdóttir er framkvæmdastjóri Two Birds en fyrirtækið var stofnað um mitt ár 2018. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Fjártæknifyrirtækið Two Birds vinnur að því að breyta fasteignamarkaðnum á Íslandi. Með kaupum á fyrirtækinu Aurbjörgu horfir það víðar yfir sviðið þar sem tryggingamarkaðurinn og ýmis fjármálatengd þjónusta er innan seilingar. Auður Björk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri félagsins, segir tækifærin nær óþrjótandi og að margt megi gera til þess að einfalda fólki að taka réttar ákvarðanir sem skipti miklu máli um hagsmuni þess.

Hver er þessi Aurbjörg? spurði einn samstarfsmaður minn á Morgunblaðinu skömmu eftir áramótin síðustu. Sífellt fleiri virtust vísa til hennar og hún virtist hafa svör á reiðum höndum um ýmislegt sem varðar fjármál fólks og fjölskyldna. Og sannarlega hefur Aurbjörg létt mörgum lífið í leitinni að upplýsingum af því tagi. Þar er að finna ýmiss konar samanburð á þeim kjörum sem bjóðast þegar fólk hyggst taka húsnæðislán, kaupa bensín eða dísel, velja hverskonar kredit- og debitkort henta best, hvaða skammtímalán eru í boði og á hvaða...