Hósanna, halelúja og jibbíjei

Bandarískir fjölmiðlar eru svo himinlifandi yfir forsetaskiptunum og fara svo …
Bandarískir fjölmiðlar eru svo himinlifandi yfir forsetaskiptunum og fara svo blíðum höndum um Joe Biden að mætti halda að hann bæri geislabaug. AFP

Í síðustu viku lét ég verða af því að skjótast frá Mexíkóborg í örstutt frí til að kíkja á skemmtigarðana í Orlando og taka síðan stöðuna á strandlífinu í Miami. Þeir sem reynt hafa vita að það eru einhverjir töfrar í loftinu hér í Flórída og er t.d. ekkert skemmtilegra en að fara með lítil börn í heimsókn til Mikka og Drésa og sjá einlæga gleðina þegar þau hitta vini sína úr Disney-teiknimyndunum í eigin persónu.

Ég lenti daginn sem Biden var svarinn í embætti og þegar ég hafði hreiðrað um mig á hæfilega sjúskuðu vegahóteli kveikti ég á CNN. Er óhætt að segja að viðbrögð litlu barnanna sem heimsækja Disney World eru frekar lágstemmd í samanburði við fölskvalausa hamingju fréttalesara og álitsgjafa bandarísku vinstripressunnar yfir því að valdatími Bidens sé hafinn. Aldrei hef ég séð aðra eins kátínu í upptökuveri CNN og var aðeins gert hlé á lofgjörðinni til að spila upptöku af gæðablóðinu Justin Timberlake dansandi og syngjandi fagnaðarsöng úti á götu í tilefni...