Eitt ár með veirunni

Eitt ár er nú liðið frá því að fyrsta tilfelli …
Eitt ár er nú liðið frá því að fyrsta tilfelli kórónuveiru greindist hér á landi. Myndin er tekin í ágúst sl. og sýnir fjöldasýnatöku í Reykjavík. Morgunblaðið/Eggert

Líklega ættum við ekki að halda upp á eins árs afmæli vágestsins sem lagt hefur heiminn á hliðina. En á þessum tímamótum er fróðlegt að horfa til baka og skoða áhrif veirunnar og hvaða lærdóm má draga af árinu.

Blaðamaður Sunnudagsblaðsins fór á stúfana og ræddi við fólk sem veiran hafði meiri áhrif á en okkur hin, þótt vissulega færi enginn jarðarbúi varhluta af henni. Þrír viðmælendur hafa áður komið í viðtal en hafa nú allt aðra sýn en áður, þar af eru tvær konur sem fengu Covid og súpa enn seyðið af því. Már Kristjánsson fræðir okkur um hvað læknar hafa lært og talar um bóluefnin og framtíðina. Einnig er rætt við hjúkrunarfræðing í rakningarteyminu og ljósmyndara Landspítalans.

Helga Sverrisdóttir
Helga Sverrisdóttir Morgunblaðið/Árni Sæberg

Setti forsetann í sóttkví

Eftir að hafa unnið sem sjálfboðaliði í farsóttarhúsinu hafði ég skráð mig í bakvarðasveitina af því ég er hjúkrunarfræðingur þótt ég hafi aldrei starfað...