Hver stígur á bremsuna?

Larry Flynt skildi mikilvægi frelsisins.
Larry Flynt skildi mikilvægi frelsisins. HECTOR MATA / AFP

Við hjónin höfum uppgötvað ágætisráð til að halda sambandinu góðu. Tvisvar í mánuði, eða þar um bil, býð ég eiginmanninum á huggulegan vindlabar hér í Mexíkóborg þar sem við hreiðrum um okkur í leðursófa úti á verönd, pöntum viskí og klárum einn vindil hvor fyrir sig. Þetta reynist sérlega heppileg leið til að ræða málin og kynnast betur. Er eins og vindlareykingarnar gefi samræðunum þægilegan takt og komi í veg fyrir að samtalið þróist út í rifrildi. Þegar vindlarnir hafa klárast bið ég barþjóninn að skjótast yfir á veitingastaðinn við hliðina og sækja nokkra skammta af dýrðarinnar rækju-takós til að ljúka kvöldinu. Við Youssef höldum svo heim á leið mettir, mjúkir og bálskotnir, og tilbúnir að takast á við hvers kyns basl og ergelsi fram að næsta vindlakvöldi.

Best af öllu er að þetta kostar minna en viðtalstíminn hjá hjónabandsráðgjafa.

Ekki tala fallega um vindla

Verst að það skuli vera á lagalega gráu svæði að deila þessu...