Hlutirnir einhvern veginn bjargast

„Ég er með þá einföldu reglu sem er bara að …
„Ég er með þá einföldu reglu sem er bara að elta konuna. Ef ég þarf að velja á milli þá vel ég þar sem eru fleiri konur,“ segir kvikmyndaklipparinn Elísabet Ronaldsdóttir Morgunblaðið/Ásdís Ásgeirsdóttir

Kvikmyndaklipparinn Elísabet Ronaldsdóttir hefur þvælst víða um heim, oft með börn í farteskinu. Hún er nýkomin úr árslangri útlegð og nýtur þess að vera loks heima. Elísabet hefur unnið við fjölda stórmynda í Hollywood en er með báða fætur kirfilega á jörðinni. Hún lifði af fjórða stigs krabbamein en segir það ekki hafa breytt sér, hún sé alltaf söm við sig.

Í afar lúinni byggingu við Hverfisgötu finn ég klipparann Elísabetu Ronaldsdóttur þar sem hún hefur hreiðrað um sig í öggulítilli skrifstofu með útsýni yfir lögreglustöðina. Elísabet er nýkomin til landsins, búin að afplána sína sóttkví og byrjuð í fjarvinnu fyrir stórt kvikmyndaver í Hollywood. Á skrifstofunni er skrifborð, tveir tölvuskjáir og ein hálftóm hilla og á veggnum hanga þrjú viðurkenningarskjöl, eitt þeirra merkt stórmyndinni Atomic Blonde. Þær hanga allar undarlega í hnapp og Elísabet afsakar sig og segist hafa hengt þetta á nagla sem voru fyrir; hún eigi eftir að gera kósí. Það er að...