Þegar greifinn lagðist í vota gröf

Þýska vasaorrustuskipið Admiral Graf von Spee brennur skammt frá Montevideo …
Þýska vasaorrustuskipið Admiral Graf von Spee brennur skammt frá Montevideo eftir að skipverjar lögðu eld að því og opnuðu botnlokurnar. Þetta var fyrsta herskipið sem Þjóðverjar töpuðu í styrjöldinni og féll það eftir blekkingarleik bandamanna. Ljósmynd/Bundesarchiv

Hinn 17. desember 1939 sigldi þýska vasaorrustuskipið Admiral Graf von Spee út á La Plata-flóa við strendur Suður-Ameríku, eingöngu mannað nauðsynlegri áhöfn. Þar opnaði áhöfnin botnhlera skipsins og lagði því næst eld að því. Graf von Spee brann í tvo daga þangað til það loks hvarf í hafið. Hafði Adolf Hitler þar með misst sitt fyrsta herskip í styrjöldinni.

Í kjölfar fyrri heimsstyrjaldar var nær öllum flota Þjóðverja sökkt. Í Versalasamningunum var þó kveðið á um að Þjóðverjum væri heimilt að eiga nokkur úrelt herskip og að eina nýsmíði þeirra mætti vera sex 10 þúsund tonna beitiskip. Ekkert var kveðið á um stærð vopnabúnaðar í samningunum og sáu Þjóðverjar sér því leik á borði. Smíðuðu þeir 14 þúsund tonna beitiskip, sem samkvæmt öllum opinberum gögnum var 10 þúsund tonn, og vopnuðu þau með sex 28 cm orrustuskipafallbyssum sem komið var fyrir á tveimur fallbyssuturnum. Bandamenn gátu á sama tíma ekkert aðhafst, Þjóðverjar höfðu jú samkvæmt þeirra bestu vitund ekki...