„Forgangsröðun verður að taka mið af því að við erum bílaborg“

Umferðin í Reykjavík á álagstíma. Hópurinn gerir ráð fyrir að …
Umferðin í Reykjavík á álagstíma. Hópurinn gerir ráð fyrir að stórbæta megi flæði umferðar á höfuðborgarsvæðinu með fjölda mislægra en fyrirferðarlítilla gatnamóta sem að meðaltali myndu kosta um tvo milljarða króna stykkið. Fyrir verðmiða borgarlínunnar mætti byggja marga tugi slíkra. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Góður hópur fólks tók nýlega saman höndum um stofnun faghópsins Áhugafólk um samgöngur fyrir alla (ÁS). Tillögur hópsins hafa vakið töluverða athygli en þau hafa m.a. gagnrýnt fyrirhugaða borgarlínu og bent á aðrar leiðir til að bæta samgöngur á höfuðborgarsvæðinu.

Þórarinn Hjaltason samgönguverkfræðingur fer fyrir hópnum en hann á að baki langan feril við hönnun samgöngumannvirkja og skipulag umferðar. Hann starfaði meðal annars hjá umferðardeild borgarverkfræðings og skipulagsstofu höfuðborgarsvæðisins, en frá 1992 til 2006 var hann bæjarverkfræðingur Kópavogs.

Þórarinn segir að aðstandendur ÁS hafi verið sammála um að ekki væri nóg að gagnrýna borgarlínu heldur þyrfti líka að koma með nokkuð vel mótaðar tillögur að öðrum samgöngulausnum. Borgarlínan varð þó kveikjan að starfinu og minnist Þórarinn þess hvernig efasemdir kviknuðu strax þegar hugmyndir um borgarlínu voru fyrst kynntar. „Var í byrjun talað um tvo valkosti; annars vegar 200 milljarða...