Vilja virkja nýsköpunarmátt landsbyggðarinnar

„Mikilvægt er að staðbundin þekking sé til staðar svo nýsköpunin …
„Mikilvægt er að staðbundin þekking sé til staðar svo nýsköpunin verði til í kringum þær auðlindir sem við höfum,“ segir Sesselja. Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson

„Ég er þess fullviss að það býr alveg jafn skapandi fólk á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu, en aftur á móti virðist vera mun erfiðara í dreifbýlinu að halda góðri hugmynd á floti nægilega lengi til að hún verði að veruleika.“

Þetta segir Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir framkvæmdastjóri Eims sem er nýsköpunarverkefni með áherslu á sjálfbærni og orku. Bakhjarlar Eims eru Landsvirkjun, Norðurorka, Orkuveita Húsavíkur og SSNE.

Þær Sesselja og Svava Björk Ólafsdóttir, stofnandi RATA og Hacking Hekla, stýra lausnaverkefninu Hacking Norðurland sem fer fram dagana 15. til 18. apríl. Er um að ræða nokkurs konar viðskipta- og nýsköpunarhugmyndakeppni og markmiðið að ýta við og efla fólk á Norðurlandi til að færa góðar hugmyndir yfir á næsta stig.

Að viðburðinum standa, auk Eims og RATA, Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi eystra, Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, Nýsköpun í norðri, Hacking Hekla og Nordic Food and Tourism.

...