Smáhýsin „ekkert annað en neyslurými“

Hér sést hluti þeirra smáhýsa sem geymd eru á svæði …
Hér sést hluti þeirra smáhýsa sem geymd eru á svæði Reykjavíkurborgar í Skerjafirði. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

„Það er hreint út sagt skelfilegt að planta fárveiku fólki eftirlitslausu úti í móa. Með þessu er Reykjavíkurborg einfaldlega að kuska af sér vandann og henda honum til hliðar svo hann sjáist ekki lengur,“ segir Baldur Borgþórsson, varaborgarfulltrúi Miðflokksins, og vísar til smáhýsaverkefnis borgarinnar.

Greint var frá því hér í Morgunblaðinu um helgina að mikil óregla og sóðaskapur einkennir nýja smáhýsabyggð í Gufunesi í Reykjavík. Eru útköll lögreglu þangað afar tíð og staðsetning húsanna verið gagnrýnd af mörgum enda íbúar einangraðir frá allri nauðsynlegri þjónustu. Baldur tekur undir þessa gagnrýni og segist hafa varað við uppbyggingu húsanna í Gufunesi og eftirlitsleysinu. Segir hann það einungis leiða til enn meiri og harðari neyslu.

„Það er ekki hægt að halda því fram að þetta séu skaðaminnkandi úrræði. Eins og þetta er framkvæmt núna er þetta ekkert annað en neyslurými og það eykur einungis vandann. Þetta gerir ekkert gagn. Ég tel nær...