Frelsið hefur hopað í faraldrinum

Afnámi þaks á leiguverð mótmælt í Berlín. Leitun er að …
Afnámi þaks á leiguverð mótmælt í Berlín. Leitun er að betra dæmi um takmarkaðan skilning almennings á vandamálum af hagfræðilegum toga. AFP

Því miður virðast ósköp fáir hafa notað rólegheitatímann í kórónuveirufaraldrinum til að sökkva sér ofan í kenningar frjálshyggjuhagfræðinganna. Þvert á móti er töluverð ástæða til að óttast að faraldurinn eigi eftir að valda meiri háttar bakslagi fyrir frelsið og framkalla öfluga vinstri-bylgju víða um heim.

Þannig kom það í ljós í nýlegri skoðanakönnun á vegum Pew að á Vesturlöndum er um og yfir helmingur almennings á þeirri skoðun að ráðast verði í meiri háttar breytingar á því efnahagskerfi sem við búum við í dag. Í Bandaríkjunum svöruðu 40% aðspurðra að þörf væri á miklum breytingum og 10% að breyta þyrfti kerfinu frá grunni. Í Bretlandi og Þýskalandi voru hlutföllin svipuð en ástandið sýnu verst í Frakklandi þar sem samanlagt 70% svarenda vildu mikla eða algjöra uppstokkun.

Í sömu spurningakönnun voru á bilinu 53-67% breskra, franskra og þýskra svarenda á þeirri skoðun að alla jafna væri það samfélaginu til góðs að stjórnvöld hefðu mikil afskipti af...