Íbúar Þorlákshafnar ánægðastir

Yfirgnæfandi meirihluti íbúa á höfuðborgarsvæðinu og í 16 stærri bæjum utan þess er frekar eða mjög ánægður með búsetuna í sínu bæjarfélagi. 4% eru frekar eða mjög óánægð.

Ánægja með búsetuna er þó mismunandi eftir bæjarfélögum. Mest ánægja virðist vera meðal íbúa Þorlákshafnar, Grindavíkur, Hveragerðis og Akraness en í Reykjavík austan Elliðaár, í Vogum og Borgarnesi er hlutfall þeirra sem segjast mjög ánægðir með búsetu sína talsvert lægra, eða undir 40%.

Í höfuðborginni austan Elliðaár er þó hlutfall þeirra sem segjast frekar ánægðir með búsetuna hærra en annars staðar eða 49%.

Um 70% íbúa í þessum bæjarfélögum á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu telja ólíklegt að þau muni flytja á brott í framtíðinni fyrir fullt og allt.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýbirtri rannsókn á afstöðu íbúa á höfuðborgarsvæðinu og í stærri bæjarfélögum í landsbyggðunum til búsetu, sem birt er á vef Byggðastofnunar.

Um er að ræða þriðja hluta...