Heiðríkja, húmor og frjó hugsun

„Þetta er eitt af flottustu verkum leikbókmenntanna,“ segir Marta Nordal …
„Þetta er eitt af flottustu verkum leikbókmenntanna,“ segir Marta Nordal um Happy Days. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

„Við kynnum þrjár nýjar uppfærlur til leiks þetta árið auk þess sem sýningar frá fyrra leikári halda áfram, enda eiga þær mikið inni þar sem aðeins var hægt að nýta hluta salarins meðan samkomutakmarkanir giltu,“ segir Marta Nordal, leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar.

„Við erum byrjuð að sýna gamanleikinn Fullorðin eftir Árna Beintein Árnason, Birnu Pétursdóttur, Vilhjálm B. Bragason og leikhópinn sem við Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir leikstýrðum. Til að byrja með sýnum við hér fyrir norðan, en uppfærslan fer suður í vor þar sem hún verður sýnd í Þjóðleikhúskjallaranum í mars og apríl. Sýningar eru einnig hafnar á samstarfsverkefninu Tæringu eftir Vilhjálm B. Bragason í leikstjórn Völu Ómarsdóttur sem sýnt er í Hælinu, setri um sögu berklanna á Kristnesi í Eyjafjarðarsveit. Nú í september hófust aftur einnig sýningar á fjölskyldusýningunni Benedikt búálfi eftir Ólaf Gunnar Guðlaugsson í leikstjórn Völu Fannell.

Fyrsta...