Ég var í heljargreipum

Morgunblaðið/Ásdís Ásgeirsdóttir

Óli Björn Pétursson varð fyrir grófu kynferðisofbeldi, auk andlegs og líkamlegs ofbeldis, af hálfu kynferðisglæpamannsins sem oftast gengur undir nafninu Siggi hakkari. Óli Björn var aðeins unglingur að aldri þegar brotin áttu sér stað en er nú loks á góðum stað eftir mikla sjálfsvinnu hjá sálfræðingi. Hann vill nú stíga fram og hvetur aðra unga menn sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi til þess sama. Þeir eigi aldrei að þegja yfir ofbeldi því skömmin er ekki þeirra að bera.

Um Skagafjörðinn blása hlýir vindar og sólin skín í heiði daginn sem blaðamaður rennur inn á Sauðárkrók. Þar býr hinn 25 ára gamli Óli Björn Pétursson ásamt konu sinni og ungum syni. Óli Björn kemur glaðlegur til dyra, sportlega klæddur, frísklegur ungur maður. Hann tekur vel á móti blaðamanni sem er kaffiþyrstur eftir keyrsluna norður og við komum okkur vel fyrir í stofunni. Óli Björn vill segja sögu sína og hann dregur ekkert undan, en þegar hann var á fimmtánda ári varð hann fyrir...