Börnin í skotbyrginu

Ljósmynd sem tekin var af Göbbelsfjölskyldunni 1940-1942. Í öftustu röð …
Ljósmynd sem tekin var af Göbbelsfjölskyldunni 1940-1942. Í öftustu röð frá vinstri eru Hildegard Traudel; Harald Quandt og Helga Susanne. Í fremri röð frá vinstri eru Helmut Christian; Hedwig Johanna; Magda; Heidrun Elísabeth; Joseph og Holdine Kathrín. Ljósmynd/Bundesarchiv

Berlín, 1. maí 1945. Borgin er rústir einar. Úthverfin eru fallin og sovéskar hersveitir sækja fast inn í miðborgina. Her- og heimavarnarmenn reyna af veikum mætti að hægja á hinu óumflýjanlega. Mitt inni í þessum hörðu átökum, rúmum 18 metrum undir yfirborði jarðar og undir þriggja metra þykku járnbundnu steypuþaki, bíða nokkur fyrirmenni Þriðja ríkisins örlaga sinna. Foringinn Adolf Hitler og kona hans Eva Braun voru þá þegar látin, höfðu svipt sig lífi daginn áður. Brátt átti heil fjölskylda; hjón og börn þeirra sex, fimm stúlkur og einn drengur, eftir að hljóta sömu grimmu örlög. Fjölskyldufaðirinn var áróðursmálaráðherrann Joseph Göbbels og taldi hann ásamt eiginkonu sinni óhugsandi fyrir börn sín að alast uppi í heimi án nasisma.

Paul Joseph Göbbels fæddist 29. október 1897 í þýska iðnaðarbænum Rheydt, skammt frá Düsseldorf. Hann er sonur hjónanna Fritz og Katharínu Maríu. Fritz starfaði sem skrifstofumaður í verksmiðju og var rómversk-kaþólsk trú ríkjandi á heimili...