Alltaf viljað ná í hjörtun

„Því erfiðari sem verkefnin eru, þeim mun meira styrkjandi eru …
„Því erfiðari sem verkefnin eru, þeim mun meira styrkjandi eru þau. Og ávextirnir eru að koma í ljós. Sköpunarkrafturinn er aftur að ná tökum á okkur og samfélagið að fyllast af ástríðu,“ segir Högni Egilsson, sem er með mörg járn í eldinum um þessar mundir. Morgunblaðið/Eggert

Er ég inni í þessu verki eða er það inni í mér? Þar er efinn. Eitt augnablik líður mér eins og ég sé í þann mund að takast á loft. Kaldir klettar, eldglóandi hraun, flæðandi vatn, spriklandi örverur og óræðir álfheimar allt í kringum mig. Engin leið að átta sig á því hvar flæðið hefst og hvar því lýkur enda er sýningunni ætlað að tákna hina heillandi hringrás lífsins. CIRCULEIGHT er að sönnu einstök upplifun sem fangar kraftana í náttúru Íslands með framsækinni tækni í myndrænni miðlun, skemmtilegri gagnvirkni og draumkenndri og seiðandi tónlist Högna Egilssonar.

Sýningin verður opnuð í Hörpu í dag, laugardag, og er í samstarfi við ARTECHOUSE, sem er sjálfstæður nýsköpunarlisthópur sem vinnur í skurðpunkti listar, vísinda og tækni, með starfsstöðar í Washington DC, New York City, Miami og nú einnig í Reykjavík. „Næstu mánuði, næstu árin,“ svarar Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, spurð hversu lengi sýningin standi. „Á...