Kraftar toga í báðar áttir

Vöru- og hráefnisskort má greina víða og verð á ýmsum …
Vöru- og hráefnisskort má greina víða og verð á ýmsum vörum hefur hækkað AFP

Enn mælist töluverð verðbólga í Bandaríkjunum og hafa margir sérfræðingar áhyggjur af að fram undan sé langt og sársaukafullt verðbólguskeið hjá stærsta hagkerfi heims. Þeir svartsýnustu óttast jafnvel að allt fari í kaldakol vegna samspils verðbólgu, viðvarandi vandræðaástands á bandarískum vinnumarkaði og illviðráðanlegrar teppu í hinu alþjóðlega vöruflutningakerfi. Rætist verstu spár gæti sérlega erfiður vetur verið fram undan þar sem hillur verslana munu tæmast, eldsneytis- og húskyndingarkostnaður mun rjúka upp, og sjálfur jólasveinninn gæti átt í mesta basli með að finna leikföng handa börnunum þegar líða tekur á desember.

Tók verðbólgan í Bandaríkjunum kipp í apríl og samkvæmt nýjustu tölum mældist verðbólga á ársgrundvelli 5,4% í september. Embættismenn á borð við Jerome Powell seðlabankastjóra og Janet Yellen fjármálaráðherra sem áður fullyrtu að verðbólguskotið yrði skammvinnt spá nú háu verðbólgustigi fram á mitt næsta ár.

Tæknin...