Hrífandi bíltúr um söguna

Örn Sigurðsson unir sér best í bílskúrnum. Nýja bókin er …
Örn Sigurðsson unir sér best í bílskúrnum. Nýja bókin er afrakstur vandaðrar rannsóknarvinnu. Morgunblaðið/Unnur Karen

Það er alltaf fagnaðarefni fyrir áhugamenn um bíla þegar Örn Sigurðsson sendir frá sér nýja bók. Örn, sem er landfræðingur að mennt og var formaður Fornbílaklúbbs Íslands í áratug, er sennilega fróðasti bílasagnfræðingur Íslands og hefur sent frá sér fjölda merkilegra rita um sviðið.

Árið 2003 gaf hann út, í samvinnu við Ingiberg Bjarnason, bókina Íslenska bílaöldin þar sem saga bílsins á Íslandi var rakin. Næst kom Króm og hvítir hringir árið 2014 þar sem farið var í saumana á sígildum bílategundum síðustu aldar, og árið 2016 kom út Gullöld bílsins sem fjallaði um fimmta og sjötta áratuginn og blómaskeið bandarísku bílarisanna. Í bókinni Auðnustjarnan, sem kom út árið 2017, rýndi Örn í sögu Mercedes-Benz, en í Kraftbílum, árið 2019, voru bandaríska hestaflastríðinu gerð skil með fræðandi texta og yfir fimm hundruð myndum.

Nú hefur ný bók bæst við safnið: Bílamenning: Akstursgleði liðinnar aldar í máli og myndum,...