Styrkur vörumerkis og arðsemi haldast í hendur

Verksmiðja BMW í Bæjaralandi. Þýskaland býr að sumum sterkustu vörumerkjum …
Verksmiðja BMW í Bæjaralandi. Þýskaland býr að sumum sterkustu vörumerkjum heims. AFP

Margt var um manninn á viðburði í Berlín í byrjun síðustu viku þar sem Brandr-vísitalan (e. Brandr index) var kynnt fólki úr þýska markaðs- og auglýsingageiranum. Friðrik Larsen er maðurinn á bak við Brandr en um er að ræða tæki til að mæla styrk vörumerkja og er það félagið Brandr Global sem stendur að baki útrás verkefnisins.

Á Íslandi hafa yfir hundrað fyrirtæki nýtt sér vörumerkjavísitölu Brandr og standa vonir til að þýsk fyrirtæki nýti þjónustuna á komandi misserum. Upplýsir Friðrik að einnig sé fyrirhugað að sækja inn á Noregsmarkað á næstu þremur mánuðum en draga lærdóm af þessum tveimur markaðssvæðum áður en ráðist verður í frekari útrás.

Hafa notað röng mælitæki

„Brandr á rætur sínar í doktorsnámi mínu við Háskóla Íslands þar sem ég rýndi í hvernig orkufyrirtæki geta búið til sterk vörumerki,“ útskýrir Friðrik en störf hans á sviði markaðsmála orkugeirans leiddu til þess að hann efndi til fyrstu...