Mun titringurinn valda óvæntu útspili?

Forseti og varaforseti Bandaríkjanna mælast nú lágt í fylgiskönnunum þar …
Forseti og varaforseti Bandaríkjanna mælast nú lágt í fylgiskönnunum þar vestra. AFP

Nú þegar Joe Biden Bandaríkjaforseti og Kamala Harris varaforseti skrapa botninn í fylgismælingum þar vestra greina fjölmiðlar frá því að mikill titringur ríki innan Hvíta hússins. Á göngum eru menn sagðir hvísla að uppi sé sú hugmynd að tilnefna Harris til embættis dómara við hæstarétt Bandaríkjanna. Ekki sé að óbreyttu hægt að stilla henni upp sem forsetaefni demókrataflokksins árið 2024. Sýna kannanir nú reglulega forsetann með undir 40% fylgi og varaforsetann með einungis 28%.

Einn þeirra fjölmiðla sem hafa gert sér mat úr flókinni stöðu demókrataflokksins er The Telegraph. Í umfjöllun þeirra kemur m.a. fram að þótt kjaftasaga um dómaraembætti sé e.t.v. langsótt þá varpi tilvist hennar engu að síður ljósi á þá vonlitlu stöðu sem Biden-stjórnin upplifir sig nú í. Meðal þess sem forsetinn og hans menn hafa þurft að glíma við eru síhækkandi verðbólga, pattstaða í ýmsum innanríkismálum og alþjóðleg niðurlæging og vantraust í kjölfar brotthvarfs herafla...