„Ég hef verið lánsamur í lífinu“

Með barnabörnunum. Hjónin Kolbrún og Ágúst og barnabörnin, frá vinstri: …
Með barnabörnunum. Hjónin Kolbrún og Ágúst og barnabörnin, frá vinstri: Elísabeta Una, María Guðrún, Aríaðna og Kristrún.

Ágúst Einarsson fæddist 11. janúar 1952. Hann sótti skóla í Reykjavík, nam hagfræði í Þýskalandi og lauk doktorsprófi. Ágúst starfaði um árabil sem framkvæmdastjóri fyrirtækja í sjávarútvegi, varð síðar prófessor í Háskóla Íslands og rektor Háskólans á Bifröst. Hann tók um tíma virkan þátt í stjórnmálum, sat á Alþingi og gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum í íslensku samfélagi.

Nám, sjávarútvegur og háskólar

„Ég ólst upp í Vesturbænum en foreldrar mínir fluttu frá Eyjum nokkrum árum áður en ég fæddist. Við vorum 11 systkinin og erum átta á lífi. Það var glatt á hjalla á æskuárunum í fjölskyldunni, við leiki og í skóla. Mér lá á á yngri árum og las 5. bekk MR utanskóla og varð stúdent frá MR 18 ára gamall. Þá fór ég strax til Hamborgar í Þýskalandi til náms. Það var góður tími. Þar kynntist ég konunni minni, Kolbrúnu Ingólfsdóttur. Ég á ekki aðeins 70 ára afmæli í dag heldur fögnum við í dag einnig 50 ára brúðkaupsafmæli okkar. Kolbrún er...