Sýndarveruleikinn starir á móti

Gestur rennir sér niður sýndarskíðabrekku á tæknisýningu. Framfarir í sýndarveruleikatækni …
Gestur rennir sér niður sýndarskíðabrekku á tæknisýningu. Framfarir í sýndarveruleikatækni vekja spurningar um hvernig komandi kynslóðir munu lifa lífinu og með hvaða hætti sýndarveruleiki getur skarast við persónuvernd. Svörin er kannski að finna í hálfrar aldar gömlum vangaveltum Roberts Nozicks. AFP

Fyrsta skiptið sem ég fékk að prófa alvöru sýndarveruleika var í tölvuleikjamiðstöð leikjaframleiðandans Bandai Namco í Shinjuku-afþreyingarhverfinu í Tókýó. Leikurinn sem ég prófaði fyrst var ósköp sakleysislegur að sjá: hermt er eftir því að stíga inn í lyftu sem fer upp á hæstu hæð skýjaklúfs og þegar þangað er komið þarf að ganga út á mjóan planka til að ná í tuskudýr.

Ég hélt ég færi létt með að leysa þessa þraut af hendi og að ég gæti aftengt mig frá þeirri blekkingu sem leikurinn reynir að skapa. Ég vissi jú mæta vel að plankinn væri í raun bara gólfið í stórum leikjasal, og að ef mér skrikaði fótur myndi ég lenda á mjúkum púðum. En ætli ég hafi ekki gefist upp eftir um það bil fimmtán sekúndur. Grafíkin var frumstæð og sýndarveruleikagleraugun fyrirferðarmikil, en samt var upplifunin nógu raunveruleg til að lofthræðslan næði yfirhöndinni.

Nýlega rakst ég á myndskeið á YouTube sem sannfærði mig endanlega um hvers konar tímamótatækni...