Hreyfing og flutningar eru lykilstef

„Bókmenntir eru stöðugt að flytjast á milli landa, menningarsvæða, tungumála …
„Bókmenntir eru stöðugt að flytjast á milli landa, menningarsvæða, tungumála og tímabila,“ segir Ármann. Morgunblaðið/Eggert

„Okkur fannst vanta bókmenntasögu sem væri sniðin að þörfum nemenda okkar í Háskólanum, sem flestir eru fæddir á tuttugustu og fyrstu öld. Þótt vissulega séu til ágætar bókmenntasögur þá eru þær ekki hugsaðar sem kennslurit og við höfum látið okkur dreyma í mörg ár um að setja saman nýja bók,“ segir Ármann Jakobsson, prófessor í íslenskum miðaldabókmenntum við Háskóla Íslands, en hann ritstýrði bók sem nýlega kom út, Íslenskar bókmenntir: Saga og samhengi. Verkið miðlar sögu íslenskra bókmennta og greinir frá nýjum rannsóknum á bókmenntum Íslendinga frá landnámi til okkar daga. Bókina sömdu sex háskólakennarar, m.a. Ármann sjálfur, en hin eru Aðalheiður Guðmundsdóttir, Margrét Eggertsdóttir, Sveinn Yngvi Egilsson, Jón Yngvi Jóhannsson og Ásta Kristín Benediktsdóttir.

„Þegar við vorum að makka um þetta þá velti Hið íslenska bókmenntafélag því upp hvort ég vildi safna liði og setja saman nýja bókmenntasögu. Þetta smellpassaði því saman, þeirra áhugi...