Horfst í augu við ískaldan veruleikann

Mjöllin leggst yfir lík rússnesks hermanns í útjaðri Karkív-borgar. Kvæði …
Mjöllin leggst yfir lík rússnesks hermanns í útjaðri Karkív-borgar. Kvæði Arthurs Rimbaud, um Sofandann í dalnum, kemur upp í hugann: „Il dort dans le soleil, la main sur sa poitrine, / Tranquille. Il a deux trous rouges au côté droit.“ AFP

Á augabragði minnti Pútín alla heimsbyggðina á að það er ekkert sem tryggir friðinn. Kannski að stjórnmál Vesturlanda fari núna að snúast um hluti sem skipta raunverulega máli.

Ég var ekkert að tvínóna við hlutina þegar ég flutti til Sankti-Pétursborgar sumarið 2002 eða þar um bil, til að læra rússnesku við Pétursborgarháskóla. Strax á fyrstu vikunni var ég kominn á fast með agalega laglegum háskólanema, hvítrússneskum í föðurætt. Hann var duglegur að halda á mér hita yfir veturinn enda mun vistlegra í íbúðinni minni en á heimavistinni hans, og í fyrsta almennilega kuldakastinu var hann eiginlega fluttur inn á mig.

Eitt skiptið gerðist það að kærastinn rak augun í eintak af Morgunblaðinu sem mér hafði einhvern veginn áskotnast, en aðalmyndin á forsíðunni var af mjaltakú og glaðbeittum bónda. Myndarlegi Rússinn minn spurði um hvað fréttin fjallaði og ég sagði honum sem var að kýrin hefði mjólkað einstaklega vel.

Hann svaraði mér steinhissa:...