„Tvö göt fyrir neðan sjólínu“

Flaggskipið Moskva sést hér við Sevastopol árið 2011, hvar það …
Flaggskipið Moskva sést hér við Sevastopol árið 2011, hvar það tók þátt í hersýningu. Skipið sökk eftir vopnuð átök. AFP

Fram er komin upptaka sem hefur að geyma fjarskipti milli eldflaugabeitiskipsins Moskvu og rússnesks dráttarbáts sem sendur var herskipinu til aðstoðar eftir eldflaugaárás Úkraínumanna í apríl síðastliðnum. Er þar óskað eftir tafarlausri aðstoð, skipið sagt alvarlega skemmt og að ekki sé hægt að ná neinu sambandi við þá sem starfa í brú skipsins. Í bakgrunni hringir í háværum neyðarbjöllum skipsins.

„Dráttarbátur, heyrir þú í mér? Skipti,“ segir ónafngreindur sjóliði um borð í Moskvu. „Tvö göt fyrir neðan sjólínu. [Skipið er] byrjað að halla. Ég endurtek, það er byrjað að halla. Ekkert samband næst við brúna. Þar er bara þögn. Hallinn mælist 30 gráður. Það er að fara á hliðina,“ heldur sjóliðinn áfram og bætir við að Moskva sé orðin vélarvana. „Við getum ekki haldið áfram. Reynum að koma áhöfn frá borði.“

Þessi upptaka þykir staðfesta fyrri fullyrðingu Úkraínumanna þess efnis að hersveitir þeirra hafi skotið tveimur skipaflaugum á...