Aðgerðin undirbúin í mánuð

Flugvélin hífð upp úr vatninu. Um borð í vélinni var …
Flugvélin hífð upp úr vatninu. Um borð í vélinni var flugmaðurinn, Haraldur Diego, ásamt þremur erlendum ferðamönnum. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Aðgerðirnar við Þingvallavatn, þegar flugvél sem brotlent hafði í vatninu var sótt, voru með þeim umfangsmestu í sögu köfunardeildar sérsveitar ríkislögreglustjóra og annarra viðbragðsaðila. Yfir þúsund manns komu að aðgerðunum með einhverjum hætti og mikið frost gerði köfurunum verkefnið strembið. Þrjár sveitir kafara komu að aðgerðinni og fjórum sinnum þurfti að fara út á vatnið til að sækja vélina og þá sem í henni voru.

Lárus Kazmi, fagstjóri köfunar hjá ríkislögreglustjóra og sérsveitarmaður, kom að skipulagi rannsóknarinnar og fór í gegnum ferlið með blaðamanni Morgunblaðsins og mbl.is. Þar sagði hann frá þeim rúmlega mánaðarlanga undirbúningi sem átti sér stað frá því að vélin hvarf af ratskjám allt þar til vélinni var náð upp úr Þingvallavatni.

Leitin hófst

Hinn 3. febrúar hófst leit að flugvélinni TF-ABB, sem ekki hafði spurst til í nokkrar klukkustundir eftir að hún lagði af stað frá Reykjavíkurflugvelli. Hafði vélin verið í...