Bækur taka enda og stríð líka. Spurning er: enda þau vel?

Morgunblaðið/Eggert

Ekkert bendir til að settur verði punktur eftir Úkraínustríðið fyrir þessi jól. Rússar láta enn eins og stríðið sé afmörkuð hernaðaraðgerð, en ekki stríð. Ekki er vitað hversu margir þurfa að týna lífi áður en aðgerðin breytist í stríð. Það kom Pútín stórlega á óvart, að uppstilling hans á ofurefli liðs úr rússneska hernum í margra tuga kílómetra löngum röðum skyldi ekki leiða til uppgjafar Úkraínu, undir þrýstingi vesturvelda, um að strax yrði að ljúka málinu með sáttafundi hagfelldum fyrir Rússa.

Leiðtogar Evrópu vildu stríðslok strax

Þeir leyndu því ekki að til þess var ætlast. Ljóst er að ríkulegar vopnasendingar Bandaríkjanna, Breta og nokkurra annarra ríkja, sem voru þó lengst af að mestu sýndartaktar, komu Rússum illa á óvart. Refsiaðgerðirnar miklu voru hvorki fugl né fiskur, þótt þær hafi ekki verið annar eins auladómur og látalætin frá 2014, þegar Rússar skráðu Krímskaga aftur í sínar bækur og tvö svæði norðar og vestar þar sem...