Rússneski björninn var pappírsbjörn

Nýteknar grafir í kirkjugarði í borginni Kerson þar sem ættingjar …
Nýteknar grafir í kirkjugarði í borginni Kerson þar sem ættingjar minnast fallinna hermanna og fórnarlamba stríðsins í Úkraínu. AFP

Eftir þessa tíu mánuði er ljóst að Rússum hefur mistekist herfilega í þessu stríði. Þeir eru núna búnir að láta af hendi mest af því sem þeir lögðu undir sig eftir innrásina og það eina sem er eftir er í suðurhluta Úkraínu,“ segir Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra og sérfræðingur í alþjóðamálum.

„Rússar eru bókstaflega í vörn. Þeir hafa verið að grafa sig niður undanfarnar vikur í varnarlínur, bæði í austurhlutanum í Donbass og í suðurhlutanum. Rússneski herinn hefur orðið fyrir feiknalega miklu manntjóni, sem liggur ekki ljóst fyrir hversu mikið sé, en gæti verið allt að 100 þúsund manns. Herinn hefur líka orðið fyrir feikilegu hergagnatjóni og stríðið hefur leitt í ljós veikleika rússneska hersins, veikleika sem voru til staðar áður en þeir hófu innrásina. Það kemur í ljós að rússneski björninn er pappírsbjörn og rætur þessara veikleika má rekja til spillingar og vanhæfni sem er landlæg í Rússlandi.“

Albert...