Hallar undan fæti hjá Harry prins

Vilhjálmur, prins af Wales og ríkisarfi, og Harry, hertogi af …
Vilhjálmur, prins af Wales og ríkisarfi, og Harry, hertogi af Sussex, við jarðarför ömmu sinnar í haust. Fátt var með þeim bræðrum. AFP

Það hefur ekki skort dramatíkina við bresku hirðina undanfarin ár, sem nú nær nýjum hæðum með ítrekuðum bersöglismálum Harrys prins og Meghan hertogafrúar hans.

Harry var um hríð vinsælasti meðlimur konungsfjölskyldunnar, kannski einmitt vegna þess að hann var nokkuð brokkgengur. Síðustu misseri hafa vinsældir hans heima fyrir hins vegar hrapað, svo mjög að stór hluti Breta telur réttast að svipta hann titlum sínum, enda gangi sífelldar árásir hans á konungsfjölskylduna drottinsvikum næst.

Fljótlega eftir að hann gekk að eiga Meghan fór að kvisast út að hirðlífið ætti ekki vel við hana. Svo fór að í upphafi árs 2020 tilkynntu hertogahjónin að þau ætluðu að flytjast vestur um haf og draga sig í hlé frá störfum í þágu krúnunnar. Í framhaldinu fóru þau í viðtal við Oprah Winfrey þar sem hjónin kvörtuðu undan ágangi og hnýsni fjölmiðla í líf sitt í einstaklega opinskáu viðtali, þar sem ónefndir fjölskyldumeðlimir konungsfjölskyldunnar...