Áramótaheitið veltur á skriðdrekum

Hér má sjá pólskan Leopard 2-orrustuskriðdreka á æfingu, en Pólverjar …
Hér má sjá pólskan Leopard 2-orrustuskriðdreka á æfingu, en Pólverjar vilja senda þá til Úkraínu. AFP

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti gaf þjóð sinni það áramótaheit, að hún myndi vinna fullnaðarsigur í Úkraínustríðinu í ár með því að endurheimta allt það landsvæði sem fallið hefði innrásarliðinu í skaut frá árinu 2014. Á þessari stundu er enn óvíst hvort og þá hvenær Selenskí muni geta staðið við það heit, þar sem Rússar ráða enn um 15% af úkraínsku landsvæði, og þeir hafa eytt síðustu mánuðum í að víggirða varnarstöður sínar.

Viss teikn eru þó á lofti, þar sem nýlega hafa verið í fréttum yfirlýsingar vestrænna ríkja um að þau ætli að senda Úkraínumönnum bryndreka og jafnvel orrustuskriðdreka í fyrsta sinn frá upphafi stríðsins, en slík vopn gætu gert Úkraínu kleift að hefja sóknaraðgerðir gegn Rússum í vor.

Í greiningu bandaríska dagblaðsins Washington Post á því hvernig Úkraínumenn gætu náð að knýja fram sigur í styrjöldinni sagði Elizabeth Shackelford, sérfræðingur í utanríkismálum hjá Chicago Council on Global...