RLS virkjar fyrsta stig samstarfs

Sérsveit ríkislögreglustjóra var áberandi þegar varaforseti Bandaríkjanna kom hingað til …
Sérsveit ríkislögreglustjóra var áberandi þegar varaforseti Bandaríkjanna kom hingað til lands árið 2019. Var sveitin m.a. með vopnaðan sjónpóst. Búast má við vopnaðri löggæslu á leiðtogafundi Evrópuráðsins í vor Morgunblaðið/Eggert

Hundruð lögreglumanna frá öllum lögregluembættum landsins munu sinna öryggisgæslu á leiðtogafundi Evrópuráðsins sem haldinn verður í Reykjavík dagana 16.-17. maí nk. Embætti ríkislögreglustjóra (RLS) hefur sent út viðvörun til ríkislögreglustjóra á Norðurlöndunum og látið embætti þeirra vita að hugsanlega verði formlega óskað eftir aðstoð frá lögregluembættum þar. Er þetta í fyrsta skipti sem ríkislögreglustjóri kann að óska eftir aðstoð frá erlendu liði lögreglumanna til að sinna öryggisgæslu í tengslum við fund sem haldinn er hér á landi. Verður þetta umfangsmesta verkefni íslensku lögreglunnar til þessa.

Fundurinn í ár verður fjórði leiðtogafundur Evrópuráðsins í rétt um 75 ára sögu ráðsins og jafnframt sá umfangsmesti sem Ísland hefur nokkurn tímann haldið. Munu þá leiðtogar þeirra 46 ríkja sem ráðið mynda sækja landið heim ásamt sendinefndum og öryggisvörðum. Eitt þessara ríkja er Úkraína og því gæti Volodimír Selenskí Úkraínuforseti...