Köttur úti í mýri, setti upp á …

Michael skapar gjörninga með sjálfþróuðu litrófskerfi.
Michael skapar gjörninga með sjálfþróuðu litrófskerfi. Ljósmynd/Antje Jandrig

„Líf mitt er ævintýri,“ segir hann blákalt í blábyrjun viðtalsins og ég hrekk við. Hver segir svona? Það er ekki fyrr en undir lok okkar samtals að ég átta mig hvað hann er að fara. En byrjum á byrjuninni.

Michael Richardt er fæddur í Danmörku árið 1980, sonur danskrar móður og föður frá Níger sem hann hefur aðeins hitt fjórum sinnum. Hingað til lands kom hann fyrst árið 2012 þegar hann dvaldi í sex vetrarmánuði við handritaskrif og varð þá hugfanginn af Þjóðarbókhlöðunni sem hann sá sem rautt borgarvirki eða steinsteypuvél sem framleiddi og geymdi upplýsingar sem tengdu íslensku þjóðina órjúfanlegum böndum við orð og pappír – orð á pappír.

Víkur nú sögunni til Danmerkur þar sem viðburðaríkt og afkastamikið tímabil tekur við þó mér gangi illa að henda reiður á nákvæmri tímaröð. Honum ef til vill líka. Hann starfar í það minnsta á tímabili fyrir Marinu Abromovich og flytur gjörninga hennar, Imponderbilia og...