32 sinnum gripið til verkbannsvopnsins

Skip heldur á sjó í maí árið 2001 eftir að …
Skip heldur á sjó í maí árið 2001 eftir að Alþingi setti lög sem bundu enda á 6 vikna langt verkfall sjómanna og verkbann útvegsmanna. Morgunblaðið/Þorkell

Ef ótímabundið verkbann Samtaka atvinnulífsins á félagsmenn Eflingar verður samþykkt og það skellur á fimmtudaginn 2. mars, er það umfangsmesta verkbann sem atvinnurekendur hafa gripið til í vinnudeilum hér á landi. Rúmlega 20 þúsund starfsmenn í Eflingu starfa eftir kjarasamningi SA og Eflingar. Atkvæðagreiðslu um verkbannið lýkur kl. 16 á morgun.

Verkbanni er mun sjaldnar beitt en verkföllum en sagan geymir þó dæmi frá ýmsum tímum um að samtök atvinnurekenda hafi dregið fram verkbannsvopnið í kjaradeilum. Á tímabilinu frá því að vinnulöggjöfin var sett árið 1938 til ársins 2015 má finna 31 tilvik þar sem einstakir vinnuveitendur, Vinnuveitendasamband Íslands, Samtök atvinnulífsins eða Landssamband íslenskra útvegsmanna samþykktu hemild til verkbannsaðgerða eða settu á verkbann. Þetta kemur fram á yfirliti um beitingu verkbanns á þessu tímabili í lokaverkefni Rínar Samíu Raiss til MS-gráðu í viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Í flestum tilvikum var gripið til verkbanns í...