Allt óvíst um framgang stríðsins

Íkon frá rétttrúnaðarkirkjunni sést hér innan um fjöldagrafir sem búið …
Íkon frá rétttrúnaðarkirkjunni sést hér innan um fjöldagrafir sem búið er að grafa upp í bænum Isíum. AFP

Þegar Vladimír Pútín Rússlandsforseti fyrirskipaði allsherjarinnrás í Úkraínu fyrir rétt rúmu ári áttu líklega flestir, ekki síst Rússar sjálfir, von á því að rússneski herinn myndi ná að knýja fram sigur innan skamms tíma. Var þar jafnvel talað um að Rússar myndu verða búnir að hertaka Kænugarð á innan við tíu dögum.

Raunin varð hins vegar önnur, þar sem Úkraínumenn náðu að koma í veg fyrir að sókn Rússa næði að Kænugarði, og því breyttu Rússar um áherslur í aprílmánuði. Hafa þeir frá þeim tíma sett mest púður í að tryggja sér Donbass-héruðin tvö, Donetsk og Lúhansk, auk þess sem þeir reyndu að hertaka héruðin Kerson og Saporísja.

Rússar lýstu yfir í haust að héruðin fjögur hefðu verið innlimuð í Rússland, en saman mynda þau landbrú að Krímskaga, sem Rússar innlimuðu ólöglega árið 2014. Þá er einnig talið að Rússar hafi augastað á bæði Míkólaív- og Ódessa-héruðum, sem myndi gefa þeim aðgang að Transnistríu-héraði í Moldóvu, þar sem...