Alltaf er einhver tilbúinn að móðgast

Óperusöngvarar frá Úkraínu slá á létta strengi. Óperuflokkur þeirra hefur …
Óperusöngvarar frá Úkraínu slá á létta strengi. Óperuflokkur þeirra hefur ferðast um Bretland og sett þar á svið Madömu Butterfly, Carmen og Aídu, væntanlega til þess að vega að Japönum, sígaunum og svörtum ambáttum. AFP

Ég veit hreinlega ekki hvað Jean-Philippe Rameau var að hugsa, snemma á 18. öld, þegar hann samdi ballettóperuna Les Indes GalantesÁstríku Indíánarnir.

Segir sagan að árið 1725 hafi franskir landnemar í Illinois tekið höndum saman um að senda indíánahöfðingjann Agapit Chicagou með fríðu föruneyti yfir hafið til fundar við Loðvík XV. sólkonung í París. Koma indíánanna lífgaði heldur betur upp á menningarlíf frönsku höfuðborgarinnar en hópurinn notaði ferðina til að sverja konungi hollustueið. Dönsuðu þeir síðan að indíanasið, með trommuslætti og söng, og höfðu Parísarbúar aldrei séð annað eins.

Rameu var svo uppnuminn að útlínur nýs meistaraverks fóru að taka á sig mynd, innblásið af menningu framandi þjóða: Perú, Persíu, indíana Norður-Ameríku og veldis Ottómana. Greinlegt var að Rameu ætlaði sér ekki að særa eða móðga nokkurn mann og skipti hann verkinu niður í fjóra stutta sögubúta þar sem ástin, vináttan og bræðralag allra manna eru...