Uppátækjasömu álfarnir í Zürich

Axel Lehmann, stjórnarformaður Credit Suisse, og Colm Kelleher stjórnarformaður UBS …
Axel Lehmann, stjórnarformaður Credit Suisse, og Colm Kelleher stjórnarformaður UBS ræða við blaðamenn um yfirtökuna síðustu helgi. AFP

Það kemur lesendum örugglega ekki á óvart að iðjusemi og varkárni skuli vera rauður þráður í svissneskum þjóðsögum. Í sögunum bregður stundum fyrir draugalegum og göldróttum verum sem vilja vinna fólki mein en yfirleitt eru aðalsöguhetjurnar hjálpsamir litlir álfar sem búa neðanjarðar og reyna að leggja mannfólkinu lið svo fremi að þeim sé ekki strítt, og að ekki gleymist að gjalda þeim góðmennskuna. Af sögunum læra svissnesk börn að vera samviskusöm og að kapp er best með forsjá.

Sést innrætingargildi þjóðsagnanna vel á Svisslendingunum enda eru þeir heimsfrægir fyrir að vera einkar alvörugefnir, vandvirkir og fara sér í engu óðslega. Gott ef þeir þykja ekki frekar litlausar og leiðinlegar týpur – að minnsta kosti við fyrstu kynni. (Hef ég það samt fyrir satt að undir yfirborðinu séu þeir hlýir og elskulegir, og að ef maður er svo heppinn að vingast við Svisslending þá hafi maður eignast traustan vin fyrir lífstíð.)

Eru ítök álfanna í svissnesku samfélagi svo...