Margt skrítið í franska kýrhausnum

Mörgum varð órótt, og það jafnvel hér á landi, þegar þeir sáu ekki betur en að efna ætti til endursýninga á ekki svo gömlum myndum um jarðhræringar á bönkum, sem fæstir voru spenntir fyrir að horfa á í lit. Þetta kom dálítið spánskt fyrir sjónir, enda virtist ekki ástæða til mikils ótta, því að þarna voru aðeins þrír bandarískir bankar á ferð, sem hefðu komið sér í einhver vandræði og enginn hefði frétt af, ef einn af þeim hefði ekki verið í stærri kantinum. Hann var sagður 16. stærsti banki Bandaríkjanna, en náði þó ekki upp í að teljast „kerfislega mikilvægur“, sem er eiginlega hættuskilgreiningin á því, hvort nauðsynlegt sé fyrir almannavaldið að grípa inn í og það jafnvel harkalega, og láta þennan banka af þremur lifa af eða senda þá alla á líknardeildina í mjög stutt stopp.

Hvenær er banki stór?

Sé banki nægjanlega burðugur til þess að geta dregið aðra og enn gervilegri banka með sér í sínu falli, verður málið að koma til...