Óþægileg þögn og vilja ekki grafa of djúpt

Á myndinni sést gasleki frá Nord Stream 2-leiðslunni í fyrra.
Á myndinni sést gasleki frá Nord Stream 2-leiðslunni í fyrra. AFP

Enn ríkir óvissa um hver það var sem sprengdi upp Nord Stream-gasleiðslurnar í Eystrasalti á síðasta ári. Svo virðist sem margir vestrænir embættismenn og stjórnarerindrekar vilji heldur síður komast að því. Helsta kenningin snýr þó enn að því að eitthvert ríki hafi staðið á bak við árásina.

„Við útilokum ekkert, en það að ríki hafi staðið beint eða óbeint á bak við þetta er auðvitað okkar helsta kenning miðað við allar aðstæður,“ sagði sænski saksóknarinn Mats Ljungqvist, sem fer með rannsókn málsins, í samtali við fréttastofu Reuters á skírdag.

Fundu út sprengiefnið

Í september á síðasta ári urðu lekar á Nord Stream 1- og 2-gasleiðslunum af völdum neðansjávarsprenginga, sem samsvara þóttu sprengingum af völdum hundraða kílóa af sprengiefni. Leiðslurnar liggja um Eystrasalt og eiga að flytja gas frá Rússlandi til Þýskalands. Sprengingarnar áttu sér stað innan efnahagslögsaga Svíþjóðar og...